By Goja

By Goja var stofnað árið 2016 af Fríðu Gauksdóttur sem var þá að klára BA nám í danmörku í "Visual Communication".  Fyrstu myndirnar sem urðu til voru gerðar til þess að dreifa huganum í miðjum prófa og verkefna skilum en rötuðu á netið og vegna góðra móttekna varð By Goja til og er enn starfandi. 

Nú er By Goja staðsett í Reykjavík og hannar og selur veggspjöld í skandinavískum stíl þar sem einfaldleikinn ræður.  Hjá By Goja er úrval veggspjalda sem draga innblástur sinn hvaðan af úr umhverfinu.  

Hjá By Goja skiptir umhverfið okkur miklu máli og eru því veggspjöldin hönnuð og prentuð á Íslandi í litlu magni og af umhverfisvottaðri prentsmiðju. Pakkningarnar eru flestar keyptar á Íslandi eða sem næst Íslandi og hönnunin er tímalaus.  

Ef það eru eitthverjar spurningar ekki hika við að senda okkur línu hér fyrir neðan.